Söndru boðið til Kolbotn

Sandra María Jessen í leik með Þór/KA gegn Stjörnunni.
Sandra María Jessen í leik með Þór/KA gegn Stjörnunni. mbl.is/Þórir Ó. Tryggvason

Sandra María Jessen, landsliðskona í knattspyrnu úr Þór/KA, er komin til Noregs þar sem hún æfir næstu daga með úrvalsdeildarliðinu Kolbotn.

Kolbotn bauð Söndru til sín en liðið endaði í fjórða sæti norsku úrvalsdeildarinnar í ár og með því léku á sínum tíma þær Fanndís Friðriksdóttir, Katrín Jónsdóttir og Þóra B. Helgadóttir.

Sandra lék alla 18 leiki Þórs/KA í Pepsi-deildinni í ár og skoraði 9 mörk. Tímabilið var þó lengra hjá Söndru því hún spilaði með Leverkusen í efstu deild í Þýskalandi frá febrúar og fram í maíbyrjun en var mætt til Akureyrar áður en Íslandsmótið hófst. Hún lék fimm landsleiki í ár og hefur samtals spilað 16 A-landsleiki og skorað í þeim 6 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert