Stefán Þór yfirgefur Víking

Stefán Þór Pálsson í leik með liðinu.
Stefán Þór Pálsson í leik með liðinu. mbl.is/Eggert

Knattspyrnudeild Víkings komst í dag að samkomulagi við Stefán Þór Pálsson um að hann yfirgefi félagið en hann var með uppsagnarákvæði í samningnum. Þetta kemur fram á Fótbolti.net.

Stefán, sem er 21 árs gamall, getur spilað framarlega á miðjunni og sem sóknarmaður en hann er uppalinn í ÍR.

Hann lék 6 leiki með Víkingum í Pepsi-deildinni í sumar en hefur nú ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum.

„Hann hefur verið meiddur og vildi taka sér smá frí. Ef hann ákveður að spila fótbolta þá ætlum við jafnvel að semja aftur við hann,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert