„Mig langar að takast á við nýja áskorun“

Sandra María Jessen á landsliðsæfingu.
Sandra María Jessen á landsliðsæfingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það eru nokkrir valmöguleikar í boði en ég hef enga ákvörðun tekið. Ég veit þó fyrir víst að mig langar að takast á við einhverja nýja áskorun. Kolbotn er ungt og spennandi lið sem gæti verið gaman að spila með,“ sagði Sandra María Jessen, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður með Þór/KA, við Morgunblaðið í gær en hún hóf þá æfingar með norska úrvalsdeildarliðinu Kolbotn.

Sandra var á leið á fyrstu æfinguna þegar Morgunblaðið ræddi við hana en hún verður hjá félaginu til fimmtudags. Kolbotn hafnaði í fjórða sæti norsku úrvalsdeildarinnar í ár, á eftir Lilleström, Avaldsnes og Stabæk, og vann 12 af 22 leikjum sínum.

„Ég er mjög spennt að sjá hvernig fótbolta liðið spilar og gæði leikmanna þess. Framkvæmdastjóri Kolbotn sótti mig á flugvöllinn og fór með mig bæði á æfingasvæðið og keppnisvöll liðsins eða þar sem þær æfa á sumrin. Það leit bara nokkuð vel út og það sem heillaði mig einna mest var hvernig fólkið á svæðinu talaði um klúbbinn. Þetta er um sex þúsund manna bær og kvennafótboltinn er þeim mikilvægur og þar með er lagður mikill metnaður í hann, enda hefur kvennaliðið lent í efri hluta deildarinnar undanfarin ár,“ sagði Sandra.

Nánar er rætt við Söndru Maríu í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert