Grindvískt sigurmark í bronsleik

Byrjunarlið Gana þar sem Linda Eshun er númer 3 og …
Byrjunarlið Gana þar sem Linda Eshun er númer 3 og Samira Suleman númer 9 í aftari röð og Janet Egyir númer 5 í fremri röð. Ljósmynd/@ghanafaofficial

Linda Eshun, leikmaður Grindavíkur, skoraði sigurmark Gana í dag þegar liðið sigraði Suður-Afríku, 1:0, í úrslitaleiknum um bronsverðlaunin í Afríkubikar kvenna í knattspyrnu í Yaoundé í Kamerún.

Eshun skoraði markið á 49. mínútu leiksins og „Svörtu drottningarnar", eins og liðið er kallað heima í Gana, fögnuðu verðlaunasætinu.

Með liði Gana spila líka Janet Egyir og Samira Suleman, leikmenn Víkings í Ólafsvík en þær hafa allar verið fastamenn í liðinu. Eina tap þeirra í keppninni var gegn Kamerún í undanúrslitum mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert