Dion Acoff á leið til Vals

Dion Acoff á fullri ferð í leik með Þrótti gegn …
Dion Acoff á fullri ferð í leik með Þrótti gegn Val í haust. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Bandaríski knattspyrnumaðurinn Dion Acoff sem hefur spilað með Þrótti undanfarin tvö ár er á leið til Valsmanna en Þróttur og Valur hafa komist að samkomulagi um félagaskipti hans, samkvæmt frétt fotbolti.net.

Acoff er 25 ára kantmaður og einn allra fljótasti leikmaður Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili. Hann var langbesti leikmaður Þróttar, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, og var í liði ársins hjá blaðinu þrátt fyrir slæmt gengi Þróttara sem höfnuðu í neðsta sæti deildarinnar.

Acoff sem  var á mála hjá Arsenal á sínum yngri árum en lék síðan með háskólaliði í Bandaríkjunum, kom til Þróttar fyrir tímabilið 2015 og átti stóran þátt í að koma liðinu upp í úrvalsdeildina en hann skoraði þá 7 mörk í 20 leikjum í 1. deildinni. Í ár gerði hann 2 mörk í 20 leikjum í Pepsi-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert