Topplið með toppleikmenn

Helgi Kolviðsson.
Helgi Kolviðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, er spenntur fyrir leik Íslands og Síle í úrslitum China Cup, alþjóðlega knattspyrnumótsins þar í landi. Liðin mætast í úrslitum mótsins á sunnudagsmorgun.

„Þetta er spennandi þar sem við höfum aldrei spilað á móti þeim. Þetta er topplið með toppleikmenn í öllum stöðum sem eru líkamlega sterkir, teknískir og fljótir. Svo þetta verður bara spennandi verkefni,“ sagði Helgi við KSÍ.

Hann segir að leikurinn leggist vel í liðið.

„Við vildum komast í úrslitin, núna erum við kominr þangað og erum að undirbúa okkur vel fyrir Síle,“ sagði Helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert