„Pirrandi að ná ekki að vinna“

Kári Árnason á æfingu íslenska landsliðsins í Kína.
Kári Árnason á æfingu íslenska landsliðsins í Kína. Ljósmynd/Wu Zhi Zhao

Kári Árnason var fyrirliði Íslands á China Cup þar sem íslenska landsliðið hafnaði í öðru sæti eftir tap fyrir Síle, 1:0, í úrslitaleik mótsins í dag.

Sjá frétt mbl.is: Ísland fékk silfur í Kína

„Þeir sköpuðu eitt færi og skoruðu eitt mark. Við vorum ekki nógu grimmir þegar við komumst upp að vítateig þeirra,“ sagði Kári í viðtali í beinni útsendingu strax eftir leik.

Hann var spurður að því hvernig hann og liðsfélagar hans upplifðu mótið sem fram fór í Nanning.

„Við höfðum ánægju af þessu og þetta hafa verið góðir tveir leikir. Það var gott að sigra Kína og komast í úrslitaleikinn, en það er pirrandi að ná ekki að vinna,“ sagði Kári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert