Hvetja Akureyringa að tala varlega

Þór/KA fagnar marki í sumar.
Þór/KA fagnar marki í sumar. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Það hefur vart farið framhjá mörgum íþróttaunnendum að samningur um samstarf KA og Þórs í knattspyrnu og handknattleik verður ekki endurnýjaður að frumkvæði KA.

Íþróttabandalag Akureyrar, ÍBA, fundaði í dag þar sem fulltrúar þeirra, Þórs, KA og kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu hittust vegna ákvörðunar aðalstjórnar KA um að endurnýja ekki samninginn.

„Fundurinn var mjög góður og á jákvæðum nótum. Farið var yfir sjónarmið félaganna og vinna sett í gang varðandi næstu skref í málinu. Fleiri fundir verða haldnir á næstu dögum, m.a. með fulltrúum kvennaliðs KA/Þórs í handknattleik,” segir í tilkynningu.

Óhætt er að segja að umræðan norðan heiða hafi logað, þar sem ýmist er skotið fast á milli félaga eða viðhorfspistlar einstaklinga settir fram. Fundarmenn vilja koma því á framfæri að bæjarbúar fari varlega í orðræðu um málið.

„Fundarmenn vilja hvetja bæjarbúa til að fara varlega í orðræðu, hvort sem er á götuhornum eða samfélagsmiðlum, þegar kemur að samvinnu þessara tveggja félaga, enda er sú samvinna meiri og betri en margir vita,” segir í tilkynningu.

Sjá fyrri frétt­ir mbl.is:

KA slít­ur sam­starfi við Þór

Undr­ast vinnu­brögð KA: „Kom eins og sleggja“

Vill ekki þjálfa leng­ur hjá KA - „Særði mig mikið“

Erfið ákvörðun fyr­ir alla

„Ekki viss um að ég verði KA stelpa áfram“

Yf­ir­lýs­ing KA ætti ekki að hafa áhrif á Ak­ur­eyri

Hallar á KA/Þór í samstarfinu - „Erum með KA-hjarta“

Þór/​KA sam­an í sum­ar – Farið í hart yfir pen­inga­mál­um?

Fulltrúar ÍBA, KA, Þórs og kvennaliðs Þórs/KA á fundi í …
Fulltrúar ÍBA, KA, Þórs og kvennaliðs Þórs/KA á fundi í dag. Ljósmynd/Facebook-síða ÍBA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert