Arnór með Norrköping í æfingaferð

Arnór Sigurðsson, leikmaður ÍA, er á leið með sænska liðinu …
Arnór Sigurðsson, leikmaður ÍA, er á leið með sænska liðinu Norrköping í æfingaferð. Ljósmynd/skagafrettir.is

Arnór Sigurðsson, ungur og efnilegur knattspyrnumaður úr ÍA, mun í næstu viku fara í æfingaferð með sænska úrvalsdeildarliðinu Norrköping. Arnór slæst þar í för með Íslendingunum Jóni Guðna Fjólusyni og Alfons Sampsted sem gekk til liðs við Norrköping um helgina. Þetta kemur fram í frétt á skagafrettir.is.

Arnór er fæddur árið 1999 og verður því 18 ára gamall seinna á þessu ári. Arnór sem leikur alla jafna sem miðjumaður hefur leikið 15 leiki með U17 ára landsliði Íslands og á síðasta keppnistímabili kom hann við sögu í 14 leikjum ÍA í Pepsi-deildinni.

Norrköping hefur sterk tengsl við Akranes í gegnum Stefán Þórðarson, en hann er goðsögn stuðningsmanna félagsins og númerið 18 sem hann var ávallt með á bakinu á keppnistreyju sinni verður ekki notað aftur af leikmanni Norrköping. Keppnistreyja Norrköping með númerinu 18 á bakinu hefur verið hengd upp í rjáfur á heimavelli félagsins Stefáni til heiðurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert