Fjölnir fær reyndan markvörð

Berglind Magnúsdóttir er orðin leikmaður Fjölnis.
Berglind Magnúsdóttir er orðin leikmaður Fjölnis. Ljósmynd/Fjölnir

Fjölnir hefur fengið reynslumikinn markvörð til liðs við sig fyrir komandi keppnistímabil í 2. deild kvenna í knattspyrnu.

Berglind Magnúsdóttir skrifaði undir samning við Fjölni í gærkvöld og er samningurinn til tveggja ára. Berglind er fædd árið 1984 og varði meðal annars mark Þórs/KA í fjögur ár í efstu deild, árin 2008-2011. Síðan þá hefur hún ekki leikið á Íslandi en verið búsett í Danmörku.

Í tilkynningu frá Fjölni kemur fram að mikils sé vænst af Berglindi og vonast til þess að reynsla hennar muni nýtast ungum leikmönnum liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert