Fjórir hafa skorað mörk í sex löndum

Eiður Smári Guðjohnsen hefur skorað í átta af þeim níu …
Eiður Smári Guðjohnsen hefur skorað í átta af þeim níu löndum sem hann hefur spilað með félagsliðum. mbl.is/Golli

Kári Árnason landsliðsmiðvörður varð á dögunum fjórði íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær að skora mörk í deildakeppni í sex löndum eða fleirum.

Kári skoraði þá fyrir Omonia Nicosia í fyrsta leik sínum með liðinu í efstu deildinni á Kýpur en hann kom þangað á dögunum frá Malmö í Svíþjóð.

Kýpur er sjötta landið þar sem Kári spilar og honum hefur tekist að skora í þeim öllum, sem er vel af sér vikið hjá varnarmanni. Kári hefur þó reyndar leikið af og til sem miðjumaður á sínum ferli.

Eiður Smári hefur skorað í átta löndum

Eiður Smári Guðjohnsen er sá Íslendingur sem hefur skorað í flestum löndum. Eiður hefur spilað í deildakeppni níu landa og skorað í átta þeirra. Hann náði ekki að skora fyrir Mónakó í stuttri dvöl sinni í Frakklandi en hefur skorað á Íslandi, í Hollandi, á Englandi, Spáni, Grikklandi, Belgíu, Kína og Noregi. Til stóð að Eiður léki á Indlandi síðustu mánuði ársins 2016 en ekkert varð af því vegna meiðsla og hann missti þar með af því að bæta tíunda landinu á sinn lista.

Sjá alla úttektina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert