Tveir ungir Fjölnismenn til Brann

Torfi Tímoteus Gunnarsson, til vinstri, og Ísak Atli Kristjánsson með …
Torfi Tímoteus Gunnarsson, til vinstri, og Ísak Atli Kristjánsson með Kristján Einarsson formann knattspyrnudeildar Fjölnis á milli sín. Ljósmynd/Fjölnir

Tveir ungir knattspyrnumenn úr Fjölni, Ísak Atli Kristjánsson og Torfi Tímoteus Gunnarsson, eru eru á leið til reynslu hjá norska úrvalsdeildarliðinu Brann í þessum mánuði.

Báðir eru þeir fæddir árið 1999 og hafa leikið með U17 ára landsliðinu og hafa spilað flesta leiki Fjölnisliðsins á BOSE-mótinu og á Reykjavíkurmótinu nú í vetur. Þeir voru báðir í byrjunarliði Fjölnis í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í gærkvöld og léku í vörn liðsins.

Þess má geta að Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnismanna lék með Brann á árunum 1995-1998. Hjá Brann starfar Magni Fannberg sem þróunarstjóri leikmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert