Myndir og myndskeið frá ferli Ríkharðs

Ríkharður Jónsson er borinn á gullstól af leikvelli eftir sigurinn …
Ríkharður Jónsson er borinn á gullstól af leikvelli eftir sigurinn á Svíum, 4:3, þar sem hann skoraði öll mörk Íslands. Karl Guðmundsson, fyrirliði, Sæmundur Gíslason og Þórður Þórðarson halda á hetjunni. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Goðsögnin Ríkharður Jónsson, sem lést í gær eins og áður hefur komið fram á mbl.is, var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ í lok ársins 2015.

Ríkharður var þar með þriðji knattspyrnumaðurinn sem tekinn var inn í Heiðurshöllina en hinir tveir eru Albert Guðmundsson og Ásgeir Sigurvinsson. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndbrot og úrklippur frá ferli Ríkharðs sem birt var þegar Ríkharður var tekinn inn í Heiðurshöllina.

Ríkharður var í viðtali við Hermann Gunnarsson í þætti hans; Á tali hjá Hemma Gunn, en á meðfylgjandi myndskeiði má sjá þá félaga spjalla saman. Sjá myndskeiðið

Heiðurshöll Ríkharður Jónsson from ISI on Vimeo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert