Hópurinn sem leikur í Algarve-bikarnum

Kvennalandsliðið á æfingu.
Kvennalandsliðið á æfingu. mbl.is/Golli

Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur valið 23 leikmenn sem taka þátt í Algarve-bikarnum. Mótið fer fram í Algarve í Portúgal 1.– 8. mars og leikur Ísland í riðli með Noregi, Japan og Spáni.

Enginn nýliði er í hópnum en Sigríður Lára Garðarsdóttir á einn landsleik að baki og Sonný Lára Þráinsdóttir tvo. 

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Guðbjörg Gunnarsdóttir (Djurgården)
Sandra Sigurðardóttir (Val)
Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðabliki)

Varnarmenn:
Anna Björk Kristjánsdóttir (Limhamn-Bunkeflo)
Glódís Perla Viggósdóttir (Eskilstuna)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Djurgården)
Elísa Viðarsdóttir (Val)
Sif Atladóttir (Kristianstad)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Val)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Val)
Thelma Björk Einarsdóttir (Val)

Miðjumenn:
Margrét Lára Viðarsdóttir (Val)
Sara Björk Gunnarsdóttir (Wolfsburg)
Dagný Brynjarsdóttir (Portland)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Vålerenga)
Dóra María Lárusdóttir (Val)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)

Sóknarmenn:
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðabliki)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðabliki)
Rakel Hönnudóttir (Breiðabliki)
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjörnunni)
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Elín Metta Jensen (Val)

Harpa Þorsteinsdóttir er ófrísk og þær Hólmfríður Magnúsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir eru meiddar.

Ísland mætir Noregi í Algarve-bikarnum 1. mars, Japan 3. mars og Spáni 6. mars. Fjórði leikurinn 8. mars er um endanlegt sæti á mótinu.

Eftir mótið í Algarve leikur íslenska liðið vináttuleiki á móti Slóvakíu og Hollandi og þann 8. júní mætir liðið Írum. Síðasti leikur landsliðsins fyrir Evrópumótið í Hollandi verður á Laugardalsvellinum þann 13. júní en ekki er enn ljóst hver mótherjinn verður í þeim leik.

<br/><br/>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert