Tveir leikir við Georgíu í mars

Tómas Ingi Tómasson framlengdi samning sinn við KSÍ.
Tómas Ingi Tómasson framlengdi samning sinn við KSÍ. mbl.is/Ómar Óskarsson

U21 árs landsliðið í knattspyrnu mætir Georgíu í tveim leikjum í mars. Báðir leikirnir fara fram í Georgíu. Reikna má með mikið breyttum hóp frá síðustu undankeppni, þar sem margir leikmenn stíga sín fyrstu skref í aldursflokknum. 

Fyrri leikurinn er 22. mars og  fer hann fram í Gori, fimmtu stærstu borg landsins. Seinni leikurinn er þrem dögum seinna í höfuðborg Georgíu, Tbilisi. 

Tengiz Burjanadze völlurinn í Gori tekur rúmlega 5000 manns í sæti. Seinni leikurinn fer fram á þjóðarleikvanginum, Mikheil Meskhi Stadium, sem er 27 þúsund manna völlur. 

Aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, Tómas Ingi Tómasson, hefur framlengt samning sinn við KSÍ og mun hann halda áfram að vera Eyjólfi Sverrissyni til halds og trausts. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert