Fyrrum leikmaður Barcelona í Selfoss

Selfyssingar eru komnir með liðsstyrk.
Selfyssingar eru komnir með liðsstyrk. mbl.is/Eggert

Selfoss hefur gengið frá samningi við Síerra Leónebúann Alfi Conteh-Lacalle og mun hann leika með liðinu í Inkasso-deildinni í fótbolta í sumar. 

Leikmaðurinn hefur farið ansi víða á skrautlegum ferli sem byrjaði hjá Barcelona. Þar skoraði hann 12 mörk í 22 leikjum með B- og C-liðum félagsins.

Eftir það lá leiðin til Grikklands, Ungverjalands Síerra Leóne, Andorra og Noregs. Í 122 leikjum á ferlinum hefur hann skorað 69 mörk. Hann á einn landsleik fyrir Síerra Leóne og fjóra með U19 ára landsliði Spánverja. 

mbl.is