Guðmundur genginn í raðir Norrköping

Guðmundur í búningi Norrköping.
Guðmundur í búningi Norrköping. Ljósmynd/ifknorrkoping.se

Guðmundur Þórarinsson er orðinn leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping en hann skrifaði nú í hádeginu undir þriggja ára samning við liðið.

Guðmundur, sem er 24 ára gamall miðjumaður, kemur til Norrköping frá norska meistaraliðinu Rosenborg sem hann lék með síðustu leiktíð en þar á undan spilaði hann með danska liðinu Nordsjælland og Sarpsborg í Noregi.

Guðmundur uppalinn hjá Selfossi en fór þaðan til ÍBV áður en hann hélt út í atvinnumennskuna. Hann hefur leikið 3 A-landsleiki og hefur spilað með öllum yngri landsliðunum.

Þar með eru þrír Íslendingar í herbúðum Norrköping. Jón Guðni Fjóluson hefur leikið með liðinu undanfarin ár og hinn ungi Alfons Sampsted gekk í raðir félagsins frá Breiðabliki ekki alls fyrir löngu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert