Hafði flesta kosti sem þarf

Ríkharður Jónsson var borinn á gullstól af velli eftir sigurinn …
Ríkharður Jónsson var borinn á gullstól af velli eftir sigurinn á Svíum, 4:3, á Melavellinum 29. júní 1951. Karl Guðmundsson fyrirliði, Sæmundur Gíslason og Þórður Þórðarson báru hann. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Í vikunni féll frá Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson, einn dáðasti knattspyrnumaður þjóðarinnar frá upphafi. Ríkharður var fæddur 1929 og var því á 88. aldursári þegar hann lést.

Hér verða afrek Ríkharðs ekki rakin að þessu sinni en þar sem fáar sjónvarpsmyndir eru til af Ríkharði í keppni þá fékk Morgunblaðið Ellert B. Schram, fyrrverandi formann KSÍ og fv. forseta Íþrótta- og Ólympíusambandsins, til að lýsa Ríkharði sem leikmanni og persónu.

Þótt Ellert sé fæddur tíu árum á eftir Ríkharði lék hann margoft gegn honum á Íslandsmótinu með KR en einnig við hlið Ríkharðs í landsleikjum. Ellert segir Ríkharð hafa verið kröftugan leikmann og hann hafi getað ógnað vörn andstæðinganna með margvíslegum hætti.

„Hann var sterkur og fljótur. Eru það kannski bestu lýsingarorðin. Hann var sprettharður, mjög kraftmikill, flinkur með boltann og skotfastur. Þar að auki var hann góður skallamaður og hafði því flesta þá kosti sem knattspyrnumaður getur haft.“

Sjá umsögn Ellerts um Ríkharð í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert