Áhrif íþróttamanns á margar kynslóðir

Ríkharður Jónsson ásamt Bryndísi Rún Þórólfsdóttur og Stefáni Teiti Þórðarsyni …
Ríkharður Jónsson ásamt Bryndísi Rún Þórólfsdóttur og Stefáni Teiti Þórðarsyni á hátíðlegri stund á Akranesi fyrir rúmum áratug. mbl.is/Sigurður Elvar Þórólfsson

Hversu mikil áhrif getur einn íþróttamaður haft á heilt byggðarlag? Hversu mikil áhrif getur hann haft á heila kynslóð, margar ef því er að skipta?

Sennilega hafa fáir íslenskir íþróttamenn notið jafn mikilla vinsælda og virðingar meðal samtíðarfólks síns og málarameistarinn frá Akranesi, Ríkharður Jónsson, sem margir hafa lýst sem einhverjum allra besta knattspyrnumanni Norðurlanda upp úr miðri síðustu öld.

Sá sem þetta ritar er of ungur til að muna eftir Ríkharði sem knattspyrnumanni. Hann lagði skóna á hilluna þegar ég var sex ára sveitastrákur austur á fjörðum. Ég hafði ekki hugmynd um hver Ríkharður Jónsson var fyrr en nokkrum árum seinna, þegar hann var landsliðsþjálfari Íslands, en smám saman eftir það fóru afrek Skagamannsins að síast inn og seinna meir átti ég eftir að skrifa mikið um hann og glæsilegan feril hans.

Sjá viðhorfsgrein Víðis Sigurðssonar um Ríkharð Jónsson í heild í  íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert