Skagamenn unnu í Vesturlandsslagnum

Hallur Flosason skoraði eitt marka ÍA í sigri liðsins gegn …
Hallur Flosason skoraði eitt marka ÍA í sigri liðsins gegn VíkingI Ólafsvík í dag. mbl.is/Árni Sæberg

ÍA fór með sigur af hólmi, 3:2, þegar liðið mætti Víkingi Ólafsvík í fyrstu umferð í riðli 3 í riðlakeppni Lengjubikars karla í knattspyrnu í Akraneshöllinni í dag. 

Það voru Hallur Flosason, Hafþór Pétursson og Ragnar Már Lárusson sem skoruðu mörk Skagamanna í leiknum í dag. 

Guðmundur Steinn Hafsteinsson sem gekk nýverið til liðs við Víking frá ÍBV skoraði hins vegar bæði mörk Víkings, en Kenan Turudija lagði upp mörkin tvö fyrir Guðmund Stein

Upplýsingar um markaskorara eru af urslit.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert