Naumt tap gegn Tékkum

Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari U17 ára landsliðsins.
Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari U17 ára landsliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

U17 ára landslið kvenna í knattspyrnu tapaði fyrir Tékkum, 1:0, í fyrsta leik sínum á alþjóðlegu móti í Skotlandi í dag en mótið er haldið á vegum UEFA.

Tékkar skoruðu sigurmarkið úr vítaspyrnu. Ísland tefldi fram mörgum nýliðum en aðeins tveir af 18 leikmönnum liðsins höfðu spilað landsleik áður. Ísland mætir Skotlandi á miðvikudaginn og síðasti leikurinn verður gegn Austurríki á föstudaginn.

Byrjunarliðið var þannig skipað:

Mark: Birta Guðlaugsdóttir.

Vörn: Katla María Þórðardóttir, Ísabella Ösp Herbjörnsdóttir, Hildur Þóra Hákonardóttir og Íris Una Þórðardóttir.

Miðja: Karólína Jack, Clara Sigurðardóttir, Sandra María Sævarsdóttir, Ísabella Húbertsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.

Sókn: Anna María Björnsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert