Mættar til leiks á Algarve

Hallbera Gísladóttir.
Hallbera Gísladóttir. Ljósmynd/KSÍ

Kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið til Algarve í Portúgal en á morgun leikur íslenska liðið sinn fyrsta leik í Algarve-bikarinn þegar það mætir Norðmönnum.

Vegna snjóþunga í Reykjavík á sunnudaginn varð töluverð seinkun á flugi frá Keflavík sem varð til þess að hópurinn missti af tengiflugi frá Amsterdam til Lissabon og var liðið ekki komið áfangastað fyrr en um klukkan 1 um nóttina. Leikmenn hristu af sér ferðaþreytuna í gær með léttri æfingu og í dag æfir liðið og leggur línurnar fyrir leikinn á móti Noregi.

Leikir Íslenska liðsins í Algarve-bikarnum:

Ísland - Noregur - miðvikudaginn 1. mars kl. 18.30
Ísland - Japan - föstudaginn 3. mars kl. 14.45
Ísland - Spánn mánudaginn 6. mars kl. 14.45

Landsliðshópurinn á æfingu.
Landsliðshópurinn á æfingu. Ljósmynd/KSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert