Fínt jafntefli gegn sterkum Spánverjum

Byrjunarliðið gegn Spánverjum.
Byrjunarliðið gegn Spánverjum. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði markalaust jafntefli við Spánn í síðasta leik riðlakeppninnar á Algarve-mótinu sem fram fer í Portúgal um þessar mundir.

Spænska liðið er mjög sterkt, enda með fullt hús stiga fyrir leikinn í dag. Frammistaða íslenska liðsins var sú besta á mótinu fram að þessu.

Spánn fékk fá færi gegn sterkri vörn íslenska liðsins, á meðan Ísland fékk góð færi í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Sara Björk Gunnarsdóttir kom síðan boltanum í netið í seinni hálfleik, en búið var að flagga rangstöðu. 

Ísland gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leik áður en það mátti þola tap gegn Japan í síðustu umferð. Spánn vinnur riðilinn með sjö stig, Japan hafnar í öðru sæti, stigi á eftir og íslenska liðið hafnar í þriðja sæti með tvö stig á meðan Noregur rekur lestina með aðeins eitt stig.

Ekki er enn ljóst upp á hvaða sæti Ísland leikur á miðvikudag eða hver andstæðingurinn verður, en það mun koma í ljós er riðlakeppninni lýkur seinna í kvöld.

Spánn 0:0 Ísland opna loka
90. mín. Leik lokið Markalaust jafntefli er staðreynd í síðasta leik riðlakeppninnar hjá íslenska liðinu. Þetta verða að teljast nokkuð góð úrslit gegn sterkum andstæðing.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert