Hvaða kantmenn verða með?

Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason, Theódór Elmar Bjarnason, Ari Freyr Skúlason …
Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason, Theódór Elmar Bjarnason, Ari Freyr Skúlason og Jóhann Berg Guðmundsson í landsleik. Af þeim er aðeins Ari Freyr leikfær. mbl.is/Golli

Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, tilkynnir í dag leikmannahóp sinn fyrir leikinn við Kósóvó eftir viku í undankeppni HM. Mikil kantmannakrísa er í hópnum vegna meiðsla og leikbanns.

Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Bjarnason missa af leiknum vegna meiðsla. Jóhann hefur verið í kapphlaupi við tímann að ná sér en í gær varð ljóst að hann yrði ekki með liði Burnley um helgina vegna meiðslanna. Arnór Ingvi Traustason og Rúrik Gíslason hafa einnig verið meiddir og Theódór Elmar Bjarnason er í banni.

Haldi Heimir sig við 4-4-2 leikkerfi með Aron Einar Gunnarsson og Gylfa Þór Sigurðsson á miðjunni má telja víst að Emil Hallfreðsson verði á öðrum kantinum. Hin kantstaðan virðist galopin. Aron Sigurðarson verður í hópnum og þeir Aron Elís Þrándarson og Arnór Smárason koma til dæmis til greina í stöðuna, en Heimir gæti einnig kosið að nota framherja eða miðjumann þar. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert