Kári, Arnór og Rúrik í hópnum - Óttar og Viðar valdir

Heimir Hallgrímsson hefur valið landsliðshópinn.
Heimir Hallgrímsson hefur valið landsliðshópinn. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur valið 24 manna landsliðshóp fyrir komandi leik gegn Kósóvó í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Albaníu 24. mars, sem og vináttulandsleik gegn Írum í Dublin 28. mars.

Enginn nýliði er í hópnum, en mikið er um forföll. Fastamenn á borð við Jóhann Berg Guðmundsson, Birki Bjarnason, Kolbein Sigþórsson og Alfreð Finnbogason vantar vegna meiðsla og þá er Theódór Elmar Bjarnason í banni.

Arnór Ingvi Traustason, Kári Árnason og Rúrik Gíslason hafa glímt við meiðsli en þeir eru allir í hópnum. Rúrik kemur inní hópinn í fyrsta skipti síðan haustið 2015.

Óttar Magnús Karlsson og Kjartan Henry Finnbogason koma inn sem framherjar í stað Alfreðs og Kolbeins. Óttar og Viðar Ari Jónsson léku báðir sína  fyrstu A-landsleiki í janúar en þeir tveir og Aron Sigurðarson hafa ekki áður verið valdir í hópinn fyrir mótsleik landsliðsins.

Landsliðshópinn í heild sinni má sjá hér að neðan, en í sviga eru fjöldi landsleikja og landsliðsmarka ef við á.

Markverðir:
Hannes Þór Halldórsson, Randers (42)
Ögmundur Kristinsson, Hammarby (13)
Ingvar Jónsson, Sandefjord (5)

Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson, Hammarby (69/1)
Ragnar Sigurðsson, Fulham (66/3)
Kári Árnason, Omonia (58/3)
Ari Freyr Skúlason, Lokeren (47)
Sverrir Ingi Ingason, Granada (9/3)
Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City (8)
Hólmar Örn Eyjólfsson, Maccabi Haifa (5)
Viðar Ari Jónsson, Brann (3)

Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson, Cardiff (68/2)
Emil Hallfreðsson, Udinese (56/1)
Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea (48/14)
Ólafur Ingi Skúlason, Karabükspor (27/1)
Arnór Ingvi Traustason, Rapid Vín (12/5)
Elías Már Ómarsson, Gautaborg (7)
Aron Sigurðarson, Tromsö (4/2)
Rúrik Gíslason, Nürnberg (37/3)

Framherjar:
Jón Daði Böðvarsson, Wolves (30/2)
Viðar Örn Kjartansson, Maccabi Tel Aviv (13/1)
Björn Bergmann Sigurðarson, Molde (5)
Óttar Magnús Karlsson, Molde (2)
Kjartan Henry Finnbogason, Horsens (6/1)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert