FH fór á toppinn

Steven Lennon skoraði gegn Keflavík.
Steven Lennon skoraði gegn Keflavík. mbl.is/Golli

FH komst í efsta sæti 1. riðils í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu eftir sigur á Keflavík, 3:2, þegar liðin mættust í Reykjaneshöllinni í dag.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Atli Viðar Björnsson FH-ingum yfir í upphafi síðari hálfleiks. Leonard Sigurðsson var fljótur að jafna fyrir Keflavík, áður en Steven Lennon kom FH-ingum yfir á ný með marki úr vítaspyrnu.

Halldór Orri Björnsson kom FH í 3:1 þegar þrjár mínútur voru eftir. Keflvíkingar minnkuðu hins vegar muninn seint í uppbótartíma þegar Adam Árni Róbertsson skoraði en þar við sat, lokatölur 3:2 fyrir FH.

FH komst með sigrinum í efsta sæti riðilsins, er með 9 stig eftir fjóra leiki en Keflavík er í öðru sætinu með 7 stig. Þar á eftir koma KR og Víkingur R. með 6 stig.

Markaskorarar fengnir frá urslit.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert