Lið Kósóvó er sókndjarft

Avni Pepa fyrirliði ÍBV hefur leikið með liðinu í undankeppni …
Avni Pepa fyrirliði ÍBV hefur leikið með liðinu í undankeppni HM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirliði knattspyrnuliðs ÍBV, Avni Pepa, gæti mætt Íslandi í undankeppni HM 2018. Kósóvó tekur á móti Íslandi næstkomandi föstudagskvöld en Pepa hefur leikið 6 A-landsleiki fyrir Kósóvó. Skammt er síðan landsliðinu var komið á fót eftir að Kósóvó varð sjálfstætt ríki og hann hefur spilað sex af ellefu opinberum leikjum liðsins.

Landsliðshópur Kósóvó verður ekki tilkynntur fyrr en á mánudag og Pepa veit því ekki enn hvort hann er á leiðinni til Shkodër í Albaníu þar sem leikurinn fer fram.

„Það yrði sérstakt að mæta Íslandi og skemmtilegt fyrir mig. Ég þekki nokkra leikmenn í íslenska liðinu og ég reikna með áhugaverðum leik. Við höfum bætt okkur með hverjum leiknum þrátt fyrir stórt tap fyrir Króatíu. Ísland er auðvitað mjög gott og vel skipulagt lið. Leikurinn verður því erfiður fyrir okkur,“ sagði Pepa þegar Morgunblaðið spjallaði við hann.

Sjá samtal við Pepa í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert