Tvö rauð í sigri Skagamanna

Albert Hafsteinsson skoraði í dag.
Albert Hafsteinsson skoraði í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Það var líf og fjör er Þór og ÍA mættust í Lengjubikarnum á Akureyri í dag. Fimm mörk og tvö rauð spjöld litu dagsins ljós í 3:2 sigri Skagamanna. 

Stefán Þórðarson kom Skagamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Gunnar Örvar Stefánsson jafnaði leikinn í upphafi seinni hálfleiks, en Albert Hafsteinsson og Steinar Þorsteinsson komu ÍA í 3:1, áður en Robert Jerzy Menzel og Ragnar Már Lárusson fengu báðir að líta rautt spjald í liði ÍA. Upplýsingarnar fengust á urslit.net.

Þórsarar minnkuðu muninn í 3:2 í blálokin, en það reyndist of lítið og of seint og sigur Skagamanna því staðreynd. 

Skagamenn eru með fullt hús stiga á toppi riðilsins eftir fjóra leiki og er sæti í átta liða úrslitum nánast tryggt. Þór er í 3. sæti með sex stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert