Ferill Viðars umturnast

Viðar Ari skrifar undir samninginn við Brann á dögunum.
Viðar Ari skrifar undir samninginn við Brann á dögunum. Ljósmynd/brann.no

Miklar breytingar hafa átt sér stað á ferli knattspyrnumannsins Viðars Ara Jónssonar á skömmum tíma.

Fyrir nokkrum mánuðum var hann leikmaður Fjölnis í Pepsí-deildinni og nafn hans var ekki í umræðunni um leikmenn sem væru að banka á dyr A-landsliðsins. Viðar fékk hins vegar tækifæri í vináttulandsleikjum í janúar. Nú er hann í landsliðshópnum í fyrsta skipti í aðdraganda mótsleiks og í millitíðinni hefur hann gert samning við Brann í Noregi um að gerast atvinnumaður.

„Heldur betur. Síðustu tvær vikur hafa verið virkilega „busy“ hjá karlinum. Maður er búinn að vera á ferðinni fram og til baka. Ég fékk samning hjá Brann eftir að hafa verið þar til reynslu. Ég fór í æfingaferð með Brann í kjölfarið og fékk síðan þær fréttir að ég hefði verið valinn í landsliðið. Ég fór því beint þaðan í landsliðsverkefnið.

Það er því búið að vera rót á mér en þetta er hrikalega spennandi og nákvæmlega það sem maður hefur unnið að. Ég er kannski ekki búinn að átta mig á þessu enn þá en það kemur,“ sagði Viðar og fer ekki leynt með ánægju sína yfir því að vera í landsliðinu í aðdraganda leiks í undankeppni HM.

Sjá allt viðtalið við Viðar Ara í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert