Gunnar sendi strákunum kveðju

Íslenska liðið fagnar í kvöld.
Íslenska liðið fagnar í kvöld. AFP

Bardagakappinn Gunnar Nelson birti mynd af sér og lykilmönnum landsliðsins eftir 2:1-sigur Íslands á Kósóvó í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld.

Gunnar var sjálfur í eldlínunni um síðustu helgi þar sem hann barðist í UFC í London, og þá komu þeir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson á staðinn til þess að horfa á kappann.

„Til hamingju Ísland með sigurinn á Kósóvó. Og takk Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson fyrir að styðja mig í UFC um síðustu helgi,“ skrifaði Gunnar, og ljóst að þessum mögnuðu íþróttamönnum er vel til vina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert