Valur áfram í átta liða úrslitin

Sigurður Egill Lárusson sem heldur á bikarnum skoraði tvö mörk …
Sigurður Egill Lárusson sem heldur á bikarnum skoraði tvö mörk fyrir Val í sigri liðsins gegn Þór í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu með 4:2-sigri sínum gegn Þór í næstsíðustu umferð í riðli 3 í Boganum á Akureyri í dag.

Sigurður Egill Lárusson skoraði tvö marka Vals í leiknum og Sveinn Aron Guðjohnsen og Sindri Björnsson sitt markið hvor. Gunnar Örvar Stefánsson og Kristján Örn Sigurðsson skoruðu hins vegar mörk Þórs.

Það syrti í álinn fyrir Þór undir lok leiksins, en liðið lék tveimur leikmönnum færri síðustu mínútur leiksins eftir að Jóhanni Helga Hannessyni og Gauta Gautasyni var vísað af velli með rauðu spjaldi.

HK lagði ÍR að velli, 2:1, í Egilshöllinni í sama riðli.

Staðan í riðli 3 eftir fjórar umferðir: Valur 12, ÍA 12, Þór 6, Víkingur Ólafsvík 3, HK 3, ÍR 0.

Upplýsingar um markaskorara og atburði leiksins voru fengnar hjá fótbolta.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert