Þurfum að bæta varnarleikinn

Eyjólfur Sverrisson.
Eyjólfur Sverrisson. mbl.is/Ófeigur

Íslenska U21 ára landslið karla í knattspyrnu gerði 4:4 jafntefli í síðari vináttuleiknum gegn Georgíumönnum í Tíblisi á laugardaginn.

Íslendingar voru 4:2 yfir þegar skammt var til leiksloka en Georgíumönnum tókst að jafna metin og kom jöfnunarmarkið á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Arnór Gauti Ragnarsson úr ÍBV skoraði tvö fyrstu mörk íslenska liðsins og þeir Alfons Sampsted, leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping, og Axel Óskar Andrésson, leikmaður enska liðsins Bath City, skoruðu hin tvö mörkin.

„Það er kærkomið að fá þessa leiki og gott fyrir okkur að sjá strákana í alvöru leikjum,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðsins, við Morgunblaðið. Eyjólfur var á leið á Wembley-leikvanginn í Lundúnum til að berja augum viðureign Englendinga og Litháa, en einn liðurinn í UEFA Pro Licence-námskeiðinu sem hann leggur stund á var að greina leikinn. Hann verður síðan mættur til Ítalíu á morgun.

„Við sáum það eftir þessa tvo leiki á móti Georgíu að það er fullt af hlutum sem við þurfum að vinna í með liðið. Við erum með ungt lið í höndunum en það eru margir mjög efnilegir strákar í þessu liði okkar. Það var fúlt að ná ekki að vinna leikinn á laugardaginn. Ég var ánægður með sóknarleikinn en það er ljóst eftir þessa tvo leiki að við þurfum að bæta varnarleikinn og ég er bjartsýnn á að okkur takist það,“ sagði Eyjólfur við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert