Arnar Bragi til Svíþjóðar

Arnar Bragi Bergsson í leik með Fylki gegn KR síðasta …
Arnar Bragi Bergsson í leik með Fylki gegn KR síðasta sumar. mbl.is/Eggert

Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson sem lék með Fylkismönnum tvo síðustu mánuðina á síðasta Íslandsmóti er genginn til liðs við sænska félagið Oddevold.

Bragi er 24 ára miðjumaður sem ólst upp hjá IFK Gautaborg en kom síðan til ÍBV og lék þar í tvö tímabil. Hann fór aftur til Svíþjóðar og spilaði með GAIS í B-deildinni en kom í raðir Fylkis í ágústbyrjun 2016 og lék sjö leiki með Árbæjarliðinu í úrvalsdeildinni á lokasprettinum og skoraði eitt mark. Hann hefur spilað með yngri landsliðum Íslands.

Oddevold leikur í sænsku C-deildinni en félagið er frá bænum Uddevalla í nágrenni Gautaborgar.

Öll félagaskipti vetrarins: Breytingar á íslensku liðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert