Byrjunarliðið gegn Írum: Átta breytingar

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. AFP

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir vináttulandsleikinn við Íra sem hefst klukkan 18.45 í Dublin. Leikurinn er í beinni textalýsingu á mbl.is sem opna má HÉR.

Átta breytingar eru á liðinu frá 2:1-sigrinum á Kósóvó á föstudagskvöldið, en aðeins þeir Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson halda sæti sínu.

Sverrir Ingi Ingason kemur inn fyrir Kára Árnason í stöðu miðvarðar og Hörður Björgvin Magnússon leysir Ara Frey Skúlason af hólmi í vinstri bakverðinum. Á miðjunni eru Aron Sigurðarson og Rúrik Gíslason á köntunum, á meðan Ólafur Ingi Skúlason tekur stöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar sem er meiddur.

Frammi eru svo þeir Kjartan Henry Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson.

Byrjunarliðið má sjá hér að neðan:

Mark: Ögmundur Kristinsson
Vörn: Birkir Már Sævarsson, Sverrir Ingi Ingason, Ragnar Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon
Miðja: Rúrik Gíslason, Ólafur Ingi Skúlason, Aron Einar Gunnarsson og Aron Sigurðarson
Sókn: Kjartan Henry Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert