Ísland í næstefsta flokki

Íslensku landsliðskonurnar fagna marki.
Íslensku landsliðskonurnar fagna marki. Eggert Jóhannesson

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, undir stjórn Freys Alexanderssonar, verður í næstefsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2019 þann 25. apríl.

Styrkleikaflokkarnir eru fimm og verður dregið í sjö riðla. Efsta lið hvers riðils kemst beint á HM, og fjögur lið með bestan árangur í 2. sæti fara í umspil um tvö laus sæti til viðbótar.

Ísland var afar nærri því að komast í efsta styrkleikaflokk, rétt á eftir Ítalíu í röðun. Í efsta flokknum eru Þýskaland, England, Noregur, Svíþjóð, Spánn, Sviss og Ítalía.

Í B-flokki eru Holland, Ísland, Skotland, Danmörk, Austurríki, Belgía og Rússland.

Í C-flokki eru Finnland, Úkraína, Wales, Rúmenía, Pólland, Tékkland og Írland.

Í D-flokki eru Portúgal, Serbía, Ungverjaland, Bosnía, Hvíta-Rússland, Slóvakía og Slóvenía.

Í E-flokki eru Norður-Írland, Króatía og fimm þjóðir sem komast áfram úr forkeppni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert