Minn tími mun koma

Sverrir Ingi Ingason í leiknum gegn Írum í gærkvöld.
Sverrir Ingi Ingason í leiknum gegn Írum í gærkvöld. Ljósmynd/Twitter-síða UEFA

„Þetta var flottur leikur og traustur hjá öllu liðinu. Við gerðum það sem við gerum manna best; vorum öruggir í varnarleiknum, og náðum líka að skapa nokkur færi til að skora. Ég er mjög sáttur með frammistöðu liðsins,“ sagði miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason eftir 1:0-sigur Íslands gegn Írlandi í vináttulandsleik í knattspyrnu í gær.

Sverrir átti mjög góðan leik, eins og reyndar fleiri sem fengu tækifæri í þessum leik en aðeins þrír úr byrjunarliðinu frá sigrinum á Kósóvó á föstudag, í undankeppni HM, hófu leikinn í gær.

„Það voru nokkrar breytingar gerðar fyrir Kósóvó-leikinn og það skilaði sér í sigri, og svo voru fleiri breytingar gerðar fyrir þennan leik sem einnig vannst. Þetta sýnir að við erum með ágætisbreidd og það er frábært að vita til þess að það séu fleiri menn sem geta stigið upp og tekið tækifærið þegar það býðst. Það geta alltaf komið upp leikbönn og meiðsli í mikilvægum leikjum og þá hafa menn fengið að sýna sig í þessum leikjum, sem er bara jákvætt,“ sagði Sverrir. Hann veitir Kára Árnasyni og Ragnari Sigurðssyni harða keppni um stöðu í miðri vörn Íslands:

„Eins og ég hef margsinnis sagt þá hafa Kári og Ragnar spilað frábærlega saman undanfarin fjögur ár og verðskulda það fyllilega að vera í liðinu. Ég var bara ánægður með að fá tækifærið í kvöld [gærkvöld], ásamt mörgum öðrum, og held að við höfum sýnt ágætisleik. Minn tími mun koma með landsliðinu, ég er enn bara 23 ára og er sallarólegur yfir þessu. Ég veit að ég mun fá að spila alvöru landsleiki í framtíðinni. Þetta er ekkert stress,“ sagði Sverrir, ánægður með gærkvöldið:

Sjá allt um leikinn gegn Írum í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert