Nikola Kristinn til æfinga hjá Partizan

Nikola Kristinn Stojanovic í leik með 2. flokki Þórs.
Nikola Kristinn Stojanovic í leik með 2. flokki Þórs. Ljósmynd/thorsport.is

Þórsarinn Nikola Kristinn Stojanovic mun dvelja í vikutíma, þ.e. fyrstu vikuna í apríl, hjá serbneska knattspyrnufélaginu Partizan Belgrad og æfir á þeim tíma með unglingaliðinu. Þetta kemur fram á vef Þórs á Akureyri.

Partizan er með frábært unglingalið og hafa margir góðir leikmenn komið úr unglingaliði þeirra m.a. þeir Stefan Jovetic og Nastasic sem voru hjá Manchester City sem og Markovic sem var hjá Liverpool en er nú hjá Hull, sem og fleiri góðir leikmenn.

Nikola Kristinn er 17 ára gamall miðjumaður sem æfir og spilar með 2. flokki Þórs en með honum í förinni til Partizan Belgrad verður faðir hans, Dragan Kristinn Stojanovic, fyrrverandi þjálfari Þórs sem í vetur var ráðinn þjálfari karlaliðs Fjarðabyggðar.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert