Tvær breytingar á byrjunarliði Íslands

Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður í byrjunarliðinu í dag.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður í byrjunarliðinu í dag. Eggert Jóhannesson

Ísland mætir Hollandi í vináttulandsleik á Vijverberg-vellinum í Doetinchem í Hollandi kl 17:00. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari gerir tvær breytingar á liðinu sem vann 2:0 sigur á Slóvakíu á fimmtudaginn var.  

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Elísa Viðarsdóttir koma inn í liðið fyrir þær Rakel Hönnudóttir og Önnu Björk Kristjánsdóttir. 

Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is með því að smella hér

Byrjunarlið Íslands:  

Mark: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Vörn: Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðja: Elín Metta Jensen, Margrét Lára Viðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir

Sókn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert