Kemur Stjarnan fram hefndum?

Lið Breiðabliks með bikarinn eftir sigurinn í fyrra.
Lið Breiðabliks með bikarinn eftir sigurinn í fyrra. mbl.is/Golli

Íslandsmeistarar Stjörnunnar og bikarmeistarar Breiðabliks mætast í kvennaflokki í Meistarakeppni KSÍ í kvöld, en um er að ræða árlegan viðburð þar sem meistarar síðasta árs mætast.

Þessi lið eru að mætast fjórða árið í röð í þessari keppni og hafa unnið til skiptis. Í fyrra vann Breiðablik í vítakeppni, 4:3, eftir að markalaust hafði verið eftir venjulegan leiktíma.

Leikið er á Samsung-vellinum í Garðabæ og hefst leikurinn klukkan 19.15, en hann verður í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is