„Það var spurning hvoru megin þetta myndi detta“

Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari Stjörnunnar.
Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari Stjörnunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það var ekki nógu mikil hreyfing á mönnunum inni í teig. Það er það sem vantaði uppá,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari Stjörnunnar sem tapaði meistaraleik KSÍ í kvöld 3:0 gegn Breiðablik.

Ólafur var ánægður með spilamennskuna sem var mjög góð á köflum en illa gekk fyrir framan mark andstæðinganna. 

Sjá frétt mbl.is: Breiðablik er meistari meistaranna

„Þetta gekk vel, við vorum með boltann mesta hluta leiksins. Það var bara spurning hvoru megin sigurinn myndi detta fannst mér. En ég hef líka ágætis kosti á bekknum,“ sagði Ólafur sem gerði skiptingar sínar seint í leiknum. 

Hann segist ánægður með varnarleik liðsins í 90% af leiknum. „Hann var góður mestallan leikinn og þau voru af ódýrari gerðinni, tvö af þeim. Við vorum töluvert með boltann og langt síðan við höfum haft svona yfirburði. En þegar þær komust í 2-0 þá lögðust þær aftar og erfitt var að sækja.“

„Ég er sáttur með stöðuna svona stutt fyrir mót. Við vorum að koma úr æfingaferð til Rómar og allir í fínu standi,“ sagði Ólafur að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert