Valur og FH mætast á ný

Andri Fannar Stefánsson og Atli Guðnason mætast í kvöld.
Andri Fannar Stefánsson og Atli Guðnason mætast í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Vals mætast í karlaflokki í Meistarakeppni KSÍ í kvöld kl. 19:15 að Hlíðarenda í þessum árlega viðburði þar sem meistarar síðasta árs mætast en segja má að leikurinn marki upphafið að nýju keppnistímabili.

Leikurinn fer fram á gervigrasvelli Valsmanna að Hlíðarenda.

Þessi sömu lið mættust einnig í fyrra í hörkuleik þar sem lokatölur urðu 3:3 eftir venjulegan leiktíma en Valsmenn sigruðu hins vegar eftir vítaspyrnukeppni.

Markaskorarar Vals í leiknum í fyrra voru þeir Kristinn Freyr Sigurðsson, sem nú er farinn í atvinnumennsku til Svíþjóðar, Sigurður Egill Lárusson, og Guðjón Pétur Lýðsson, sem jafnaði metin í uppbótartíma í með glæsilegu marki úr aukaspyrnu.

Sam Hewson, sem nú leikur með Grindavík skoraði eitt marka FH í fyrra en Atli Guðnason tvö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert