Verra gat það ekki verið

Íslenska kvennalandsliðið mætir besta liði heims.
Íslenska kvennalandsliðið mætir besta liði heims. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvennalandsliðið í knattspyrnu fékk erfiðasta mögulega verkefni sem kostur var á þegar dregið var í riðlana fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins 2019.

Evrópumeistarar Þýskalands, sem hafa verið nánast ósigrandi innan Evrópu um langt árabil, voru þeir sem Ísland fékk úr efsta styrkleikaflokknum. Þýskaland er í efsta sæti heimslista FIFA og velti einmitt bandarísku heimsmeisturunum af toppnum þegar listinn var gefinn út í síðasta mánuði.

Þetta gerir möguleika Freys Alexanderssonar og íslensku landsliðskvennanna á að komast beint í lokakeppnina í Frakklandi afar takmarkaða. Aðeins sigurliðið úr hverjum undanriðlanna sjö fer beint í lokakeppnina. Fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti fara síðan í umspil um tvö síðustu sæti Evrópu í lokakeppninni.

Ísland mætir Færeyjum í fyrsta skipti í mótsleik í kvennaflokki en færeyska liðið vann sinn riðil í forkeppni HM fyrr í þessum mánuði og er í fyrsta sinn komið í sjálfa undankeppnina þar sem 35 sterkustu lið Evrópu taka þátt, að gestgjöfunum, Frökkum, undanskildum. Færeyjar slógu þar út lið Tyrklands, Svartfjallalands og Lúxemborgar og unnu alla þrjá leiki sína.

Fyrsti leikurinn verður einmitt viðureign Íslands og Færeyja á Laugardalsvellinum 18. september.

Nánari umfjöllun um HM-riðil Íslands má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert