Barcelona aftur með æfingabúðir hér á landi

Eiður Smári Guðjónsen var gestur í æfingabúðunum í fyrra.
Eiður Smári Guðjónsen var gestur í æfingabúðunum í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FC Barcelona, í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands, mun bjóða upp á æfingabúðir hér á landi fyrir unga iðkendur á aldrinum 10-16 ára. Einnig var boðið upp á þetta í fyrra, þá einungis stúlkum, en drengjum er einnig kleift að taka þátt í ár.

Gerður var góður rómur að æfingabúðunum í fyrra, þar sem reyndir þjálfarar frá Barcelona þjálfuðu eftir hinu fræga æfingakerfi Barcelona og miðluðu einnig þekkingu sinni til íslenskra þjálfara. Bæði þátttakendur og foreldrar lýstu yfir mikilli ánægju.

Í ár verður sem fyrr segir einnig boðið upp á æfingabúðir fyrir drengi, 10-16 ára. Æfingabúðirnar verða á Valsvellinum dagana 18.-22. júní fyrir pilta og 24.-28. júní fyrir stúlkur, auk þess sem lokahóf fer fram fyrir hópana.

Skráning í æfingabúðirnar hefst á morgun, föstudaginn 28. apríl, og fer fram á knattspyrnuakademian.is þar sem einnig má finna allar helstu upplýsingar.

Harpa Þorsteinsdóttir ræddi við iðkendur í búðunum í fyrra.
Harpa Þorsteinsdóttir ræddi við iðkendur í búðunum í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert