Þór/KA lagði Valskonur

Stephany Mayor tekur við boltanum með tilþrifum í leiknum í …
Stephany Mayor tekur við boltanum með tilþrifum í leiknum í kvöld. Hún skoraði sigurmarkið. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Þór/KA sigraði Val, 1:0, í fyrsta leik Íslandsmótsins í knattspyrnu 2017, í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna, í Boganum á Akureyri í kvöld.

Heimakonur í Þór/KA byrjuðu leikinn betur og komust yfir með marki frá Stephany Mayor á 9. mínútu leiksins. Stephany fékk langa sendingu inn fyrir vörn Vals frá sambýliskonu sinni, Bianca Sierra, stakk Málfríði Ernu Sigurðardóttur af og kláraði vel.

Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn komust gestirnir meira inn í leikinn og var pressan frá gestunum þung undir lok fyrri hálfleiks. Staðan var þó 1:0 heimakonum í vil þegar flautað var til hálfleiks.

Gestirnir hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru sterkari aðilinn allan seinni hálfleikinn og fylgdi hver sóknin á fætur annarri. Heimakonur í Þór/KA stóðu vörnina þó vel og náðu að að standa sóknir gestanna af sér. 1:0 sigur heimakvenna í fyrsta leik sumarsins staðreynd.

Þór/KA 1:0 Valur opna loka
90. mín. Valur fær hornspyrnu Enn og aftur skapast hætta eftir hornspyrnu og enn og aftur ná heimakonur að koma boltanum frá.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert