Fótboltinn hérna er vonandi ennþá í framför

Steven Lennon hefur leikið hér á landi frá 2011.
Steven Lennon hefur leikið hér á landi frá 2011. mbl.is/Árni Sæberg

Steven Lennon er fyrir löngu orðið þekkt nafn á Íslandsmótinu í fótbolta enda kom hann fyrst til Íslands árið 2011. Skotinn er byrjaður að skjóta rótum hérlendis ef þannig má að orði komast en hann á barn með íslenskri unnustu sinni.

Lennon verður vafalaust aðsópsmikill í framlínu meistaraliðs FH í sumar eins og undanfarin ár. Hann segist ekki sjá annað fyrir sér en að FH eigi góða möguleika á titlinum eins og undanfarin ár.

„Ég tel okkar lið vera svipað að getu. Eins og mörg önnur lið höfum við unnið með nýtt leikkerfi í vetur, 3-4-3. Okkur hefur tekist ágætlega upp á undirbúningstímabilinu. Vonandi jafnar Kassim Doumbia sig fljótt af meiðslunum og þá getum við spilað 3-4-3. Ef það gengur eftir þá held ég að við gætum orðið betri en í fyrra,“ sagði Lennon og segist ánægður með umrætt leikkerfi, bæði hvað varðar liðið og hann sjálfan. „Ég tel það henta okkur betur og persónulega hentar það mér. Ég spila vinstra megin í þriggja manna framlínu og þar kann ég vel við mig.“

Vonandi var síðasta ár undantekning

Lennon á ekki von á óvæntum tíðindum í toppbaráttunni en segir þó að nýliðarnir í KA gætu orðið góðir. „Ég vona að deildin verði skemmtilegri en í fyrra því mér fannst fótboltinn ekkert sérstakur síðasta sumar. Ég reikna með því að FH, KR og Valur verði í toppbaráttunni en á von á því að KA komi mörgum á óvart. Mér finnst KA vera gott lið en geri ráð fyrir sömu liðum og venjulega í baráttunni um titilinn. Vonandi náum við að verja titilinn,“ sagði Lennon en þrátt fyrir að deildin hafi verið honum viss vonbrigði síðasta sumar segir hann deildina hafa orðið sterkari með árunum ef hann miðar við árið 2011 þegar hann kom fyrst inn í deildina sem leikmaður Fram.

Viðtalð í heild sinni er að finna í Fót­bolt­inn 2017, sér­blaði um Pepsi-deild karla sem fylg­ir Morg­un­blaðinu í dag en þar er fjallað ít­ar­lega um deild­ina sem hefst á sunnu­dag­inn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert