Fram og Selfoss áfram í bikarnum

Ásmundur Arnarsson er kominn með Framara áfram í bikarkeppninni.
Ásmundur Arnarsson er kominn með Framara áfram í bikarkeppninni. mbl.is/Golli

Fram og Selfoss tryggðu sér í kvöld sæti í 32ja liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, Borgunarbikarsins, eftir mjög ólíka leiki.

Fram sótti heim annað 1. deildarlið, HK, í Kórinn í Kópavogi og hafði þar 1:0 sigur. Sigurpáll Melberg Pálsson skoraði sigurmarkið seint í fyrri hálfleik, samkvæmt fótbolta.net.

Alfi Lacalle skoraði fjögur mörk fyrir Selfyssinga sem unnu stórsigur á 4. deildarliði Kormáks/Hvatar, 8:0, á Selfossi. James Mack skoraði tvö mörk og þeir Ivan Martínnez og Elvar Ingi Vignisson gerðu eitt mark hvor.

Áður hafði  Magni úr 2. deild tryggt sér sæti í 32ja liða úrslitum með því að vinna utandeildalið Nökkva á Akureyri, 5:1, en aðrir leikir í 2. umferð eru leiknir um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert