Víkingar fá spænskan miðjumann

Alonso Sánchez leikur í búningi Víkings Ó. í sumar.
Alonso Sánchez leikur í búningi Víkings Ó. í sumar. Ljósmynd/Víkingur Ó.

Víkingur Ólafsvík hefur samið við spænska miðjumanninn Alonso Sánchez um að leika með liðinu í sumar í Pepsideild karla í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Sánchez er 27 ára gamall og lék með Raufoss í norsku 1. deildinni á síðustu leiktíð. Þar kom hann við sögu í 18 leikjum og skoraði eitt mark.

Sánchez æfði með Víkingum í æfingaferð þeirra á Spáni fyrr í þessum mánuði og tók þar þátt í æfingaleikjum gegn Stjörnunni og Keflavík.

Sánchez er kominn með leikheimild og getur því leiki með Ólsurum gegn Val á Hlíðarenda á sunnudagskvöld, í fyrstu umferð Pepsideildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert