Ægir sló Þór út úr bikarnum

Þorkell Þráinsson, fyrirliði Ægismanna, skorar úr síðasta víti þeirra á …
Þorkell Þráinsson, fyrirliði Ægismanna, skorar úr síðasta víti þeirra á Þórsvellinum í kvöld og tryggir liðinu sæti í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ægir úr Þorlákshöfn, sem leikur í 3. deild, gerði sér lítið fyrir og sló 1. deildarlið Þórs út í 32 liða úrslitunum í bikarkeppni karla í knattspyrnu á Þórsvellinum í kvöld, eftir vítaspyrnukeppni.

Hetja Ægismanna var markvörðurinn Magnús Kristófer Anderson sem hélt hreinu í 120 mínútur en leikurinn endaði 0:0 eftir framlengingu, og hann varði síðan fjórðu vítaspyrnu Þórsara frá Orra Sigurjónssyni. Leikmenn liðanna skoruðu úr öllum öðrum spyrnum og það var Þorkell Þráinsson sem skoraði úr síðustu spyrnu Ægismanna og tryggði þeim 5:3 sigur í vítakeppninni.

Ægismenn fagna eftir að þeir slógu Þórsara út úr bikarnum …
Ægismenn fagna eftir að þeir slógu Þórsara út úr bikarnum á Akureyri í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Þorkell Þráinsson hleypur fagnandi frá markinu eftir að hann gerði …
Þorkell Þráinsson hleypur fagnandi frá markinu eftir að hann gerði markið sem kom Ægi áfram í bikarkeppninni á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Magnús Kristófer Anderson, markmaður Ægis, var hetja liðsins í kvöld. …
Magnús Kristófer Anderson, markmaður Ægis, var hetja liðsins í kvöld. Hér ver hann vítaspyrnu Orra Sigurjónssonar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert