Fylkir sló Breiðablik út - ÍA bjargaði sér fyrir horn

Emil Ásmundsson, Fylki og Sólon Breki Leifsson, Breiðabliki eigast við …
Emil Ásmundsson, Fylki og Sólon Breki Leifsson, Breiðabliki eigast við í Árbænum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sex leikjum var að ljúka í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu. Fylkismenn, sem leika í næstefstu deild, unnu úrvalsdeildarlið Breiðabliks 1:0 á heimavelli, og Skagamenn kreistu fram magnaðan 4:3-sigur á Fram eftir að hafa verið 3:1 undir skömmu fyrir leikslok.

Fylkir var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik gegn Breiðabliki í kvöld og það var algjörlega verðskuldað þegar Daði Ólafsson skoraði úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Damir Muminovic braut á Hákoni Inga Jónssyni innan teigs og þrátt fyrir að Gunnleifur Gunnleifsson hafi farið í rétt horn, tókst honum ekki að verja fasta spyrnu Daða. 

Fram að því hafði Gunnleifur oftar en einu sinni bjargað Breiðabliki með góðum markvörslum. Á 19. mínútu varði hann til að mynda tvíveigis í sömu sókninni frá Hákoni Inga og Arnari Má Björgvinssyni. Á 30. mínútu dró til tíðinda, Arnþór Ari Atlason átti þá hörkuskot að marki Fylkis en Ásgeir Eyþórsson bjargaði á marklínu. Leikmenn Breiðabliks vildu fá hendi, víti og rautt spjald en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins dæmdi horn.

Breiðablik byrjaði seinni hálfleikinn betur, án þess þó að skapa sér alvöru færi. Vörn Fylkis réði vel við það sem Blikarnir reyndu.

William Daniels skoraði fjögur mörk og Sam Hewson þrennu fyrir Grindavík sem fór illa með Völsung suður með sjó, 7:1. Vladimir Tufegdzic gerði svo þrennu í öruggum sigri Víkings R. á Haukum á Ásvöllum. Þrátt fyrir að Renato Barros hafi komið Haukum yfir í upphafi leiks, vann Víkingur 4:2 sigur.

Skagamenn lentu í miklum vandræðum gegn Fram en unnu gríðarlegan seiglusigur, 4:3. Guðmundur Magnússon skoraði tvívegis fyrir Fram sem komst í 3:1 en á lokamínútunum fullkomnaði Garðar Gunnlaugsson þrennu sína fyrir ÍA með tveimur mörkum, og Ólafur Valur Valdimarsson gerði sigurmarkið í blálokin.,

Stjarnan vann nauman sigur á 3. deildarliði Þróttar frá Vogum, 1:0 og Helgi Þór Jónsson var hetja 2. deildarliðs Víðis sem hafði nauman 1:0 sigur gegn Árborg sem leikur í 4. deild. Hann skoraði sigurmarkið í blálokin.

Mbl.is var í Árbænum og lýsti leik Fylkis og Breiðabliks. Fylgst var með gangi mála í hinum fimm leikjunum í gegnum Twitter og urslit.net.

Grindavík - Völsungur, 7:1
William Daniels 8. 19. 51. 86. Sam Hewson 27. 53. 63. -- Eyþór Traustason 45

Árborg - Víðir, 0:1 
Helgi Þór Jónsson 90. 

Haukar - Víkingur R., 2:4
Elton Barros 6. Gunnar Gunnarsson 68. -- Arnþór Ingi Kristinsson 14. Vladimir Tufegdzic 18. 49. 63.

Þróttur V. - Stjarnan, 0:1
Máni Austmann Hilmarsson 10. 

ÍA - Fram, 4:3
Garðar Bergmann Gunnlaugsson 43. 88. 90., Ólafur Valur Valdimarsson 90. -- Guðmundur Magnússon 8. 39. Alex Freyr Elísson 45. Rautt spjald: Hilmar Halldórsson (ÍA) 82., Kristófer Jacobson Reyes (Fram) 90.

Fylkir 1:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) á skot framhjá Aftur á Arnþór Ari skot um 30 metra yfir úr góðu færi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert