Bikarmeistararnir mæta Stjörnunni

Ægismenn úr Þorlákshöfn sem leika í 3. deild slógu í …
Ægismenn úr Þorlákshöfn sem leika í 3. deild slógu í gegn í 32 liða úrslitunum þegar þeir slógu 1. deildarlið Þórs úr keppni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Dregið var í 16-liða úrslit bikarkeppni karla í knattspyrnu, Borgunarbikars KSÍ, í hádeginu. Stærsti leikurinn í 16-liða úrslitunum er leikur bikarmeistara Vals og Stjörnunnar.

3. deildarlið Ægis fær heimsókn frá Víkingi Reykjavík og 2. deildarlið Víðis fær Fylki í heimsókn. Íslandsmeistarar FH mæta Selfossi og ÍR, sem vann KA óvænt, mætir KR. ÍBV og Fjölnir mætast síðan í úrvalsdeildarslag. 

Leikirnir fara fram frá 30. maí til 1. júní. 

16-liða úrslit Borgunarbikarsins: 
FH - Selfoss
ÍR - KR
ÍBV - Fjölnir
Víðir - Fylkir
Ægir - Víkingur R. 
Valur - Stjarnan
ÍA - Grótta
Leiknir R. - Grindavík

Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu á mbl.is 

Bikardráttur KSÍ opna loka
kl. 12:18 Textalýsing Þá er drættinum lokið. Stórleikur 16-liða úrslitanna er leikur Vals og Stjörnunnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert